Þegar ég hjó af mér höndina með sveðju sauð mamma súpu handa þeim fátæku upp úr hendinni.

Helen Cova í Sjálfsát - Að éta sjálfan sig

Helen Cova

Helen Cova, fædd í Venesúela, er íslenskur rithöfundur, stofnandi Karíba Útgáfu og meðlimur í Ós Pressunni. Fyrsta bók hennar, „Snúlla finnst gott að vera einn“, kom út árið 2019 á spænsku, íslensku og ensku. Önnur bók hennar, „Sjálfsát - að éta sjálfan sig“, er smásagnasafn fyrir fullorðna. Hún kom út árið 2020 á ensku og íslensku. Smásagnasafn Helen var valið af Þjóðleikhúsi Íslands til að breyta því í leikrit.

Þriðja bókin hennar, „Snúlla finnst erfitt að segja nei“ er önnur bókin í Snúlla seríunni og kom út árið 2022.

Í kjölfar velgengni fyrstu barnabóka sinna gaf Helen Cova út þriðju bókina, „Svona tala ég“, sem var tilnefnd til verðlauna í flokki íslenskra barnabóka á barnabókmenntaverðlaunum Reykjavíkurborgar UNESCO.

Ljóðasafn Helen „Ljóð fyrir klofið hjarta“ kom út árið 2023.

Verk hennar hafa birst í safnritum og bókmenntatímaritum, bæði hérlendis og erlendis; þar á meðal „Ós - The Journal”. „Tímarit máls og menningar“, „Skáldreki“, „Ordskælv“ og „The Polaris Trilogy“, safnrit sem ætlað er að lenda á suðurpól tunglsins um borð í geimflugi NASA.

Helen Cova hefur tekið þátt í hátíðum eins og Vancouver Writers Fest, Opin Bók á Ísafirði og New York Sant Jordi hátíðinni Sant Jordi USA auk ýmissa viðburða um allt Ísland.

Helen í Goodreads:

Grein og Viðtöl:

IMG_8261.JPG

„Í morgun vaknaði ég sem geimfari. Mig grunaði það vegna þyngslanna sem ég fann í útlimunum þegar ég fór fram úr, en fékk staðfestingu á því fyrir framan spegilinn: Ég vaknaði sem geimfari, í öllum búningnum og allt.“

Helen Cova í Sjálfsát - Að éta sjálfan sig